http://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 83 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 09:10

Pétur spilar póker

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
rss
G-Bucks
  peturarm, Aug 20 2009

G-Bucks (Galfond Bucks)
Höf: Phil Galfond
http://www.bluffmagazine.com/onlinefeature/gbucks.asp

Þetta er grein sem ég tók mig til og þýddi eftir Phil Galfond (OMGClayAiken) bæði ykkur til fræðslu og einnig til að neyða mig í að skilja hana betur. Ég tók þá ákvörðun að þýða ekki hugtök eins og td. „push“, „stack“, „combo“ og „tight“

---------

Áður en ég byrja á greininni vil ég leggja áhersu á að eftirfarandi pælingar eru einar þær mikilvægustu í póker. Þú átt ekki eftir að hitta frábæran spilara sem skilur ekki þessa hugmynd. Ég hef ekki séð þessar pælingar útskýrðar nógu vel fyrir meðal spilarann til að skilja, þannig að ég ætla að gera mitt besta. Greinin mun innihalda leiðinlega stærðfræði, en það mun vera þess virði fyrir leikinn þinn ef þú kemst í gegnum hana. Þannig að fylgist með.

Í einni eða fleirri af frægum bókum David Sklansky kynnti hann pælinguna um „Sklansky Dollars.“ Ef þú veist ekki hvað það er þá ættir þú að fjárfesta í bókinni The Theory of Poker og lesa í dag, en ég mun rétt snerta á kenningum hans greinarinnar vegna. Sklansky Dollars gera þér kleyft að meta hvernig þér myndi ganga ef það væri ekki fyrir heppnisfactorinn í póker. Til að fylgjast með hversu marga Sklansky $ þú vinnur þarftu að líta á % líkurnar á því að þú vinnir höndina þegar peningarnir fóru inn í pottinn, og margfalda það með peningnum sem fer inn.

Þannig að ef þú ferð all in pre-flop með A-A móti J-J fyrir $10k og tapar, þá tapaðir þú 10k í alvöru dölum; en í raun vannstu UÞB 6K í Sklansky Dollurum vegna þess að þú ættir að vinna höndina í 80% skiptanna. Eins og Sklansky útskýrði, eins lengi og þú ert að vinna Sklansky dollara þá muntu vinna pening til lengri tíma litið því að heppnin jafnast út. Á endanum muntu hafa unnið jafn marga Sklansky $ og alvöru dali. Þetta er góð leið fyrir þig til að vera rólegur og halda áfram að taka réttar ákvarðanir meðan þú ert á downswingi, sem á eftir að koma fyrir alla pókerspilara einhverntíman á þeirra ævi. Þetta er frábær pæling.

Ég ætla hinsvegar að bæta hana. Og þar sem ég er egóisti eins og Sklansky ætla ég að kalla þessa kenningu „Galfond Dollars“ (Stytt; G-Bucks)

Fyrst vil ég ganga úr skugga um að þú skiljir hand range. Segjum sem svo að þú raise-ir UTG í 9-handed leik með AhKh. Höndin þín er AhKh, en range-ið þitt er svo miklu meira en það. Range-ið þitt eru allar hendur sem þú myndir gera gera það með. Þannig að range-ið þitt til að raise-a UTG gæti verið A-Ko, A-Ks, A-Qs, og 99+. Segjum sem svo að button calli og floppið komi Q-6-5 rainbow með drottninguna í hjarta. Þú leadar 2/3 pot. Höndin þín er ennþá AhKh, en segjum að þú myndir alltaf (þú munt sennilega ekki gert neitt „alltaf“ en útaf greininni þá segjum við það) checka floppið með lægri pör, 99-JJ og checka Q-Q í helming skiptanna til að blekkja. Nú er range-ið þitt A-Ko, A-Qs, A-A, K-K og í helming skiptanna Q-Q.

Eruð þið að ná þessu? Því miður heyri ég ekkert svar þannig að ég held bara áfram. Segjum að buttoninn calli og turnið sé 2h, þannig að tvö hjörtu eru í borði. Þú bettar 3/4 pot. Höndin þín er ennþá AhKh en range-ið þitt hefur breyst einu sinni enn. Segjum að þú gefist upp á öllum non-heart A-K höndum og þú checkir A-Q fyrir pot-control. Nú er range-ið þitt AhKh, A-A, K-K og í helming skiptanna Q-Q. Allir að fylgjast með?

Buttoninn callar og riverið kemur 2d. Langar þig að bluffa? Geymið þessa hugsun aðeins. Við komum að þessari hönd innan skamms.

Núna þegar þú veist hvað range er, skulum við tala um G-bucks. Þeir virka svipað og Sklansky dollarar. Hinsvegar í staðin fyrir að taka höndina sem þú ert með og athuga hvernig henni gengur gegn hönd mótherja þíns, þá tökum við allt range-ið þitt og sjáum hvernig henni gengur gegn hans hönd. (Næsta level væri þá að taka range vs range, en það er mjög flókið stærðfræðilega) Þannig að höldum okkur við einfalt dæmi:

Þú ert að spila $50-$100 No-Limit heads up. Mótherji þinn er bara með $1k á borðinu og þú ert með hann coveraðan. Þú ert í SB. Þú ákveður áður en það er dealað að þú ætlir að shove-a með K-Q,J-J, Q-J suited og 7-6 suited og ekki pusha rest. (Þetta shove range er mjög langsótt en þetta er bara til að útskýra.) Þú færð QsJs og eins og þú varst búinn að plana pusharu. Mótherji þinn hugsar og callar þig með Kc9d. Borðið kemur Qh5s6dKh2h og þú tapar $2k potti. Sjáum hvernig þér gekk í alvöru $, Sklansky $ og G$:
Í alvöru peningum tapaðiru $1.000
Í Sklansky $ tapaðiru $80 (Q-J suited er uþb. 46% að vinna á móti K-9o x $2k í pottinum = $920; $1K-$920 = $80).

Lítum núna á G-bucks..
Mundu að við metum range-ið okkar við höndina hans. Þannig að athugum hversu líklegt það er að við fáum hendurnar í range-inu okkar:
Það eru 16 samsetningar af K-Q (KsQs, KhQc, KdQh, etc.), sex combo af J-J, fjögur combo af Q-J suited, og fjögur af 7-6 suited. Alls eru þrjátíu hendur sem við getum fengið. Svona myndu þær stacka upp á móti hans K-9 off-suit:
K-Q vs K-9o – 74%
J-J vs K-9o – 72%
Q-Js vs K-9o – 45.5%
7-6s vs K-9o – 41%
Næst þarft þú að margfalda hverja vinningsprósentu með hversu líklegt er að þú fáir höndina. Semsagt hversu margar handasamsetningar (e. Combo) gera höndina miðað við hversu mörg combo þú ert með í range-inu þínu. Besta leiðin til að gera þetta er að margfalda vinningsprósentuna með fjölda handasamsetninga og deila því síðan með heildarfjölda handasamsetninga.
K-Q / J-J / Q-J suited / 7-6 suited / Total hand combos
(.74 x 16 + .72 x 6 + .455 x 4 + .41 x 4) / 30 eða...
11.84 + 4.32 + 1.82 +1.6 = 19.58 / 30 = .653

Þannig að range-ið þitt er 65.3% á móti hendinni hans, K-9o, sem þýðir að meðaltali munt þú vinna uþb $1,305 úr $2,000 potti meðan hann callar shove-ið þitt með K-9o. Það þýðir $305 gróði. Þannig að þegar K-9o callaði Q-Js shove-ið þitt græddiru $305 G-Bucks
Upprifjun:
Alvöru dollarar: -$1000
Sklansky dollarar: -$80
Galfond dollarar: +$305

Þetta dæmi þarna áðan var ekki mjög mikilvægt fyrir pókerleikinn þinn, ég vil bara að hugmyndin um G-bucks sé á hreinu. Færum okkur yfir í aðeins meira spennandi hendur.
Hvað með höndina sem við vorum í áðan? Þú varst með AhKh og ert nú þegar búinn að 2barrella eftir að hafa raise-að UTG og fengið einn caller. Þú misstir af flushinu þínu. Mundu að borðið var Qh6s5c2h2d, og við vitum að range-ið okkar fyrir að raise-a preflop, svo betta bæði á floppi og turni er AhKh, A-A, K-K og í helming skiptanna Q-Q. Við erum að velta því fyrir okkur að bluffa river. Segjum að mótherji þinn sé með top pair, J-J eða T-T: Hendur sem eru ágætlega sterkar en geta í rauninni bara unnið bluff á river. Segjum að þú bettir fullum potti með AhKh, og um leið þá öllu range-inu sem þú hefur. Hversu mikið myndi mótherji þinn vinna eða tapa með því að calla?

Við sögðum aldrei hversu mikið væri í pottinum þannig að við skulum bara segja að það séu $5k og hann calli, hann vinnur $10k í alvöru dollurum og í Sklansky dollurum, þar sem það koma engin fleirri spil í borð. Hvernig stendur hann sig þá í G-Bucks?

Þú ert með 14.5 handasamsetningar (þrjú combo af Q-Q, að betta aðeins helminginn af þeim er 1.5 handcombo) og af þeim er aðeins ein sem hann vinnur (Ah-Kh). Hann tapar $3,965.50 með því að calla river betið gegn þínu range-i. Þar af leiðandi væri hann að eiga skelfilegt call ef hann hefði einhverja hugmynd um range-ið þitt. Athugull leikmaður myndi komast að því og myndi ekki calla þig. Á móti veikari spilurum er best að betta bara þegar þú ert með hendur. Hins vegar þegar þú spilar á móti gáfuðum og þenkjandi hefuru gert leikinn þinn mjög exploitable með því að bluffa ekki nóg. Þú verður að hugsa um að breyta til í range-inu þínu til að þú verðir ekki fyrirsjáanlegur og setja þannig góðu spilarana í erfiðari stöður. Td. Gætir þú verið með 8-7s, AhJh,AhTh og myndir fylgja þessu í gegnum með helmingnum af A-Ko höndunum þínum þá myndi þetta vera erfiðara fold/call á riverinu. Í dæminu sem við gáfum á móti ágætum spilurum og betri verðuru að betta með AhKh þegar þú hittir ekki, annars ertu orðinn ennþá fyrirsjáanlegri, þar sem þú værir annars að bluffa í 0% skiptanna.

Það er þessvegna í erfiðari leikjum að þú getur ekki bara raiseað TT og AK, UTG. Gáfuðu mótherjar þínir geta þá sett þig á nákvæmt range og spilað fullkomlega gegn því. Ef floppið kemur 7-6-5 rainbow, vita þeir að þér getur ekki líkað það. Meiraðsegja með overpair gætiru þurft að folda ef þeir sýna mikinn styrk, og vegna UTG preflop raise range-inu þínu gætiru aldrei hafa hitt á set eða straight. Í erfiðum leikjum máttu ekki bara betta á sterku hendurnar þínar og gefast upp í hvert skipti sem þær hitta ekki. Þú þarft líka að læra að value betta þynnra. Hérna er dæmi um hvernig of tight value bet getur komið þér í vesen:
Þú ert solid, aggressive spilari. Þú setur mikla pressu á mótherja þína sem er mjög gott. Þegar þú bettar stórt öll street-in geturu sýnt missed draw bluff stundum, en þú getur líka sýnt algjört nuts. Þú ert ekki mikið fyrir að slowplayja. Hinsvegar ertu varkár um að vera ekki stackaður með einnar-pair höndum. Að höndinni...
Six-handed $100/$200
Allir eru með $20k í byrjun handarinnar
Þú raise-ar 9h8h upp í $700 á button, og gáfaður bjartsýnn spilari callar úr BB (ég nota „bjartsýnn“ um spilara sem er fljótur að setja þig á hönd sem hann getur unnið ef það er gáfulegt).

Flopið er QhTh5d ($1,500 í pottinum)
Hann checkar og þú bettar $1,500. Hann callar.
Turn 4c ($4,500).
Hann checkar og þú bettar $4,500. Hann callar.
River 5s ($13,500)
Hann checkar og þú ferð all in fyrir seinustu $13,300. Hann insta-callar með AcJc. Þú lítur niður á 9h8h og hugsar hversu lélegt call hann átti, og að þú myndir spila Q-Q nákvæmlega eins, og muckar. Hann fær $40k pottinn.

En það sem gáfaði póker spilarinn veit um þig er að þú bettar ekki nógu hart með top-pair höndunum þínum, og þú bettar alltaf hart með draw. Hann veit að með K-Q eða A-A myndiru checka behind á turninu til að controla pottinum. Þannig að eina höndin sem þú bettar fyrir value á turninu eru tvö pör og set. Þú bettar líka alltaf með open-ended straight draw á turni og með öll flush draw. Lítum á range-ið þitt á riverinu og sjáum hversu slæmt call þetta var.
Range-ið þitt til að raise-a preflop og betta öll street:
Q-Q, T-T, Q-T, 5-5, 4-4,Ah-5h, 7-6, K-J, J-9, Ah2h-AhKh, Kh-9h, Jh8h, 9h8h, 8h7h, 9h7h.

Ég er að reyna fá þig til að skilja hversu mörg hand combo gera ákveðna hönd.Td. Þegar þú heldur að einhver sé með set, þá eru bara þrjú möguleg combo af hverju setti, á meðan það eru 12 combo af top pair-top kicker. Þannig að efhver tekur línu þar sem hann verður af hafa set eða bluff, áttaðu þig á hversu ólíklegt það er að hann hafi set. Svipað, suited hendur eru mun ólíklegri en off-suited hendur.

Allaveganna, sjáum hversu slæmt river callið hans var í G-Bucks. Þar sem öll spilin eru komin út er G-bucks reikningurinn einfaldlega hversu mörg % af höndunum þínum hann getur unnið núna. Ef þetta væri fyrr í höndinni þyrftum við líka að hugsa um hversu mörg % þú bætir höndina þína á riverinu.

Ég ætla ekki að fara í gegnum öll combo-in aftur þar sem það var jafn leiðinlegt fyrir mig og ykkur. Það eru forrit á netinu (PokerStove, Stox Combo) sem þú getur sett inn range af höndum og séð hvernig þín hönd stendur sig gegn því, og það pælir líka út í samsetningarnar. Ef þú ert flippaður skaltu prófa sjálfur hversu oft mótherjinn tekur gott call gegn range-inu sem ég gaf þér hérna fyrir ofan. Mundu að taka það inn í myndina að hann er með AcJc þannig að þú getur ekki haft Ac né Jc í neinni hönd hjá þér.

Ég ætla að setja range-ið inn í forrit og sjá hversu oft hann er með bestu höndina. Ef hann hefur rétt fyrir sér þá vinnur hann $26.800 og ef hann hefur rangt fyrir sér þá tapar hann $13,300(pot odds); þannig að hann þarf aðeins að hafa rétt fyrir sér í 33% skiptanna til að láta callið koma út á sléttu. Lítandi á stærðfræðina hefur hann bestu höndina í 70.5% skiptanna! Það er miklu meira en nóg til að calla á riverinu. Callið gaf honum $15.000 Galfond Dollara ($26,800 í alvöru $) og er greinilega rétt call hjá honum.

Tölum um nokkra hluti í hendinni. Fyrst, callið hans á turninu. Síðan hvernig þú getur breytt range-inu þínu til að gera þetta erfiða ákvörðun fyrir hann.

Á meðan river callið hjá mótherja þínum var mjög standard gegn þínu range-i, var turn callið mun shakier. River call eru mjög einföld að því leitinu til að það er hægt að leysa þau bara með tölum. Pre-river ákvarðanir eru mun flóknari. Lítum á turn callið hans út frá Galfond Dollurum. Þegar þú bettar turnið með sama range-i og hann callar þig með AcJc, er hann 54% móti þínu range-i af höndum. Þar sem ann þarf að calla $4,500 til að vinna $9,000 sem er í pottinu gæti það litið út fyrir að vera gott call. Ef $4,500 bettið þit hefði sett þig all-in og range-ið þitt verið það sama hefði callið hans gefið honum $2,790 G-Bucks (tjékkaðu hvort þú getur komist að sömu tölu sjálfur). Hinsvegar með þetta draw-heavy borð og hann out of position, og með pening sem á ennþá eftir að fara inn í pottinn er callið hans ekki jafn gott. Ég hef ekki neina ákveðna tölu fyrir þig, en þú ættir að vera folda í stöðum sem eru ágætlega +G-Bucks þegar nokkurar stöður koma upp.

Hér eru nokkur dæmi um hvenær þú ættir að folda þegar G-Bucks útreikningar þínir segja þér annað:
- Þú ert out of position og það eru peningar eftir
- Borðið er draw-heavy og þú veist ekki hvaða spil hjálpa andstæðing þínum
- Andstæðingur þinn er sterkur aggressive spilari
- Það eru litlar líkur á því að höndin þín batni
Hinsvegar eru staðir þar sem þú getur callað þrátt fyrir að G-Bucks útreikningar þínir sýni að það væri smá rangt:
- Þú ert með position og það eru peningar eftir
- Borðið er draw-heavy og þú ert með falið draw (sérstaklega í position)
- Mótherji þinn er útreiknanlegur – Of loose eða of tight – og þú ert sterkur aggressive spilari
- Höndin þín hefur outs til að verða mjög sterk
(Allar þessar ástæður aukast því dýpri sem stackarnir eru.

Ástæðan fyrir því að mótherji þinn ætti að folda AcJc ef þú ert hæfur spilari, að mínu mati, er að þú munt gera honum lífið mjög leitt á riverinu. Ef þú ert ekki með hjarta og hjarta kemur, þá getur þú blöffað hann af bestu höndinni. Eða þú gætir hitt á straight og hann borgar þér því hann heldur að þú sért á missed flushdrawi. Aðal hluturinn er að þú hefur annað street til að acta þar sem þú hefur allt þín megin. Þú ættir að græða pening á riverinu ef þú ert jafn góður spilari, eða betri, vegna allra ástæðnanna sem ég nefndi áðan. Þannig að hann gefur frá sér smá $ á turni til að bæta upp fyrir value-ið sem þú færð á riverinu.

Gott dæmi um þetta; sami leikur, 100/200, $20k stakkar. Buttoninn, góður aggressive spilari, raise-ar í 600 þú callar úr BB með 5-5. Floppið er JdTd2h. Þú tjékkar og buttoninn bettar $1000, sem hann gerir nánast með hverri hönd sem hann raise-ar þig. Þú hefur yfirleitt bestu höndina. En fold er greinilega rétt. Hugsaðu um það og gangtu í skugga um að þú skiljir það! Þú hefur líklegast bestu höndina, pottþétt í meira en 65% skiptanna, og þú ert að fá 2:1 pot odds, samt er fold klárlega rétt. Númer eitt þú ert underdog á því að klára höndina ahead. Þú ert uþb 44% á móti eðlilegu button-raise range-i á þessu floppi. Jafnvel með pot oddsin, sem gætu látið það líta út fyrir að þú værir að græða G-Bucks, spila allar ástæðurnar mótherjanum í hag á seinni street-um.

Förum aftur að AcJc höndinni og ræðum hvernig þú getur gert river play-ið betra. Mundu að actionið er svona.
Flop is Qh10h5d ($1,500 in pot).
He checks and you bet $1500. He calls.
Turn 4c ($4,500).
He checks and you bet $4,500. He calls.
River 5s ($13,500).
He checks and you go all in for your last $13,300. He insta-calls with AcJc.

Við myndum taka þetta action með: Q-Q, 10-10, Q-10, 5-5, 4-4, Ah5h, 7-6, K-J, J-9, Ah2h to til AhKh, Kh9h, Jh8h, 9h8h, 8h7h, 9h7h.

Turn callið hans er mjög tæpt þar sem það er með veikum one-pair höndum, þannig að turn playið þitt þarf ekki mikla lagfæringu, nema við þurfum aðeins að tweak-a það aðeins til að hjálpa river range-inu okkar. Þannig að prufum að checka behind á turni með A-high flushdraw nema bara AhKh og AhJh. Mér líkar að checka behind aðeins betur en að betta vegna þess að við vitum hvar við stöndum þegar hjartað fellur (nut flush), en við vitum það ekki ef við checkum 8h9h og flush kemur. Ace out-ið okkar gæti líka alveg verið gott og ég myndi hata að vera check-raise-aður af hönd sem hefur svona mörg outs á turni.

Við verðum líka að bæta nokkrum one-pair höndum við range-ið okkar. Mundu að mótherji okkar er gáfaður og bjartsýnn, þannig að draw-heavy borði mun hann calla down light frekar oft. Í viðbót er mjög ólíklegt að hann muni flat calla drawy borð með monsteri eins og fimmu setti eða Q-T þegar það eru svona mörg hættuleg spila sem eiga eftir að koma á turni. Það er engin ástæða fyrir þig að halda að hönd eins og A-Q tapi hérna. Þannig að við skulum líka potta turn með K-Q, A-Q, J-Q, K-K og A-A. Þar hættum við og við skulum ekki betta Q-9 því hinn getur haft K-Q og Q-J mjög oft og hann gæti check-shove-að turn með drawi og þú gætir þá þurft að folda bestu höndinni.

Lítum á nýja range-ið okkar: Q-Q, 10-10, Q-10, 5-5, 4-4, A-A, K-K, A-Q, K-Q, Q-J, 7-6, K-J, J-9, AhKh, AhJh, Kh9h, Jh8h, 9h8h, 8h7h, 9h7h

Ég er viss um að turn callið hjá honum sé slæmt gegn þessu range-i.

Lítum á hversu gott AcJc callið á riverinu er núna gegn nýja range-inu, gerandi ráð fyrir að þú hafir bettað með öllum höndunum á riverinu. Tölurnar í gegnum kerfið... Hann hefur ennþá bestu höndina í 43.3% skiptanna, þannig að callið hans væri ennþá rétt og hann myndi vinna nokkra G-Bucks. Þar sem hann er soddan calling station, viljum við gera callið hans rangt. Allaveganna, við viljum gera það að erfiðri ákvörðun. Þannig að reynum að koma höndinni hans niðrí 30% á móti þér. Þetta þýðir að við þurfum að checka nokkrum sinnum behind með nokkrum bluffunum okkar á riverinu. Well, til að byrja með ættum við að checka A-K og A-J í hjarta, jafnvel þó þær eru í rauninni ekki bluff gegn hans hönd. Við ættum að checka þær ef við ætlum checka einhverjar fleirri hendur behind því að stundum vinnum við pottinn án þess að betta. Hvað með að checka open-ended straight draws? Þannig að K-J og J-9. Við gefumst upp á þeim höndum og nú bettum við bara: Q-Q, 10-10, Q-10, 5-5, 4-4, A-A, K-K, A-Q, K-Q, Q-J, 7-6, Kh9h, Jh8h, 9h8h, 8h7h, 9h7h.

Tölurnar í forritið og nú sjáum við að A-J vinnur aðeins í 26.6% skiptanna, þannig að við gerðum callið hans slæmt. Þannig að núna þegar við bettum river og hann callar með A-J (eða Q-J eða A-T eða 8-8), hvort sem við erum með fullt hús eða 9-high, er hann að tapa G-Bucks og við að græða G-Bucks. Þetta þýðir að in the long run munum við græða peninga af hann heldur áfram að calla þarna. Til að vera nákvæm kostaði þetta river call hann $2,633 Galfond Dali, og þénaði okkar sömu upphæð.

Afhverju ættum ekki bara að sleppa því að bluffa river? Þá væri það alveg hræðilegt hjá honum að calla, ekki satt? Mjög góð spurning. Ef þú ert að spila gegn mjög loose og heimskum spilara ættiru sennilega aldrei að bluffa river. Vandamálið við að gera það gegn góðum spilurum er að jafnvel þótt þeir séu loose, eru þeir nógu klárir til að fatta það. Þeir fatta að þú ert ekki að bluffa nóg og gefa þér ekkert action. Mannstu eftir AhKh dæminu fyrir ofan þar sem þú ert ekki að bluffa nóg? Markmið þitt er að vinna sem mestan pening að meðaltali, ekki endilega í þessari einu hönd. Þú verður stundum að bluffa gegn gáfuðum spilurum til þess að fá borgað í þau skipti sem hefur stóra hönd. Þannig að ef þú ert bara að fara spila 5 mínútur gegn spilaranum, og þú heldur að hann muni nánast alltaf calla river – ok, ekki bluffa. En ef þú heldur að þú spilir oftar á móti honum, verður að bluffa nokkrum sinnum svo hann fatti ekki hvernig þú spilar og fari að spila rétt gegn þér.

Gegn loose spilara, viltu mixa upp spilinu þína á þann hátt að callin hans verða eins röng og mögulegt er (séð frá G-Bucks sjónarmiðinu) án þess að láta hann átta sig á því og byrji að folda. Gegn tight spilara viltu mixa upp spilinu þínu þannig að það sé eins rangt og mögulegt er þegar hann foldar, án þess þó að láta hann verða meira loose til þess að spila rétt. Þannig að á móti loose en snjöllum spilara ættiru að vilja bluffa riverið ca. 18% skiptanna, en uþb 45% skiptanna á móti snjöllum tight spilara. Á móti mjög loose og lélegum spilara viltu sleppa því eiginlega alveg að bluffa og á móti tight lélegum spilara ættiru annaðhvort aldrei, eða alltaf að bluffa (vegna virðingar fyrir lélegri spilamennsku hans).


Annað tip sem ég hef fyrir ykkur er að athuga hvernig spil sem koma, hafa áhrif á range-in. Þú raise-ar pre-flop, og BB callar, floppið er 7-8-2 tveir spaðar og straight draw. Hann checkar, þú betar og hann callar. Turnið er Ts. Þú ættir í rauninni að betta með öllu þú sem þú hefur þegar hann checkar því range-inu hans getur ekki liðið vel með þetta turn og þolir því sennilega ekki hitann.

Eða segjum þí raise-ar pre-flop UTG six-handed með Q-J offsuit og bara SB callar. Flopið er T-8-4 rainbow. Hann check-callar bet frá þér. Turn er 2 offsuit. Check, Check. Riverið er ás. Hann checkar. Þetta spila, þó það hafi ekki hjálpað þinni eiginlegu hönd hjálpaði range-inu þínu mikið. Fullt af höndum sem þú gætir haft innihalda ás. Það gerir þetta að góðu spili til að bluffa á. Þú ættir ekki endilega alltaf að bluffa þarna, en þú ættir að gera það oftar en ef riverið kæmi T eða 5. Rétt eins og áðan þarftu að balance-a spilamennsku þína svo að það sé erfitt fyrir mótherja þína að spila í takt við range-ið þitt.

Ein gildra sem ég hef séð fólk falla í er þessi:

Þú raise-ar 6-5 off-suit á button og BB callar. Borðið kemur QdJd4h4s7d. Mótherji þinn checkcallar pot-size bet á hverju street-i og vinnur með QsTs þú hugsar „Ömurlegt call. Range-ið mitt er flush-draw, set, tvö pör, straight draw og svo nokkrum sinnum air. Öll drawin hitta nema straight drawið. Hann var way behind range-ið mitt.“

Ok, þú ert nánast aldrei með air, en þú ákvaðst að bluffa í þetta skiptið? Það gæti verið satt, en líklega er það vegna þess að þú bettar öll street með fullt af air höndum hérna. Verum heiðarlegir um range-ið okkar.

Ekki nota G-Bucks pælingar til þess að afsaka lélega spilamennsku. Ekki nota þetta til að hugga þig eftir að hafa tapað hönd með því að sanna hversu illa mótherjinn þinn spilaði. Notaðu Galfond Dollara til að balance-a spilamennsku þína, til þess að notfæra þér veikleika mótherja þinna og til að halda ró þinni þegar þú hefur rangt frá þér í þetta skiptið, en það er samt rétt play. Versta tegundin af því að runna illa er þegar þú átt góð call og bluff eða value bet sem virðast bara vera vitlaus aftur og aftur. Það lætur þér líða eins og þú sért að spila illa þegar þú ert það ekki.

Ég vona að þú hafir fengið eitthvað út úr þessu. Ef þú skilur þetta ekki núna, eða veist ekki hvernig þú átt að notfæra þér þetta, save-aðu þá þessa grein, eða lestu hana aftur þegar þú ert tilbúinn. Endurlestu hana ef þú virðist vera gera sömu mistökin aftur og aftur. Farðu yfir range-in þín og líka mótherja þinna sem spila of aggressive eða of loose eða of mikið hvaðsemer. Hugsaðu um hvað range-ið hans er á hverju street-i og bestu leiðina til að spila á móti honum.

Gangi ykkur vel á borðunum. Ég vona að þið verðið öll Galfond Milljarðamæringar0 votes

Athugasemdir (4)


Ekki limpa
  peturarm, Aug 20 2009

Datt í hug að paste-a 2 greinum sem ég þýddi einhverntíman og postaði á hugi.is/poker.

Ekki limpa!
Höf: Krantz (Jason Rosenkrantz)
http://www.deucescracked.com/articles/214-Why-Not-to-Limp

Fyrir stuttu síðan keypti ég mér áskrift hjá http://www.deucescracked.com og sé svo sannarlega ekki eftir því, síðan þá er ég búinn að move-a upp úr NL10 upp í NL25 og átti ma. $155 dala sigurgöngu á 2 dögum. Það er hægt að fá 7 daga frítt trial hjá þeim og mánuðurinn kostar ekki nema $29 sem er ekki neitt.

------------------

Ég skrifa nánast aldrei stóra strategy þræði, en mér datt í hug að gera einn núna þar sem ég hef séð helling af þráðum sem byrja á limpi. Yfirleitt fylgir því „stundum raise-a ég en ég ákvað að limpa núna.“ Smá note frá mér: Ég efast um að þetta standist núna í dag, flestir hafa áttað sig á því að það er standard að raise-a. En vita þeir afhverju? Ég held að það komi sér vel fyrir alla sem ætla sér að move-a upp að ræða um hversvegna, í nánast öllum tilfellum, raise/fold er almennt betra en limp.

Vesenið með limp potta: Þú limpar hönd eins og pocket pari eða suited connector. Það er limpað með þér inn í floppið. Strax töluverð vandræði:

Hvernig á ég að vinna stóran pott?
Þú átt nánast aldrei eftir að vinna stóran pott nema andstæðingur þinn hitti mjög vel á floppið, en þú hittir betur. Þegar þú raise-ar preflop ertu að bæta annarri vídd við leikinn: að c-betta með ekkert, double barrel bluffa (bluffa bæði á floppi og turni), láta mótherja þinn ofmeta höndina sína vegna hversu aggressive þú ert, fá bluff frá mótherja þínum, osfv. Þetta gerist EKKI með því að limpa. Raised pottur hentar líka betur til að stacka einhvern; auðveldara að hegða bet-size-inu til þess að komast all-in.

Ég get tapað stórum potti.
Þú limpar hönd eins og Qd3d og floppar flushi. Big-blindið var með Kd4d og myndi hafa foldað preflop við raise-i. Stakkaður. Reyndar held ég að þetta sé slæmt dæmi þar sem þetta virkar í báðar áttir. Betri útskýring væri að limp setur þig í erfiðari stöðu með stórar hendur sem annars yrðu ABC stöður í raised potti.

Hugmyndin af raise vs limpi tengist beint hugmyndinni af því að skipta um gír, eða skipta um tempo í miðju sessioni. Eitthvað sem margir nýta sér ekki til fullnustu... kannski skrifa ég meira um það seinna. Þeim mun oftar sem þú raise-ar preflop, þeim mun líklegra er það að andstæðingur þinn fari að reyna eitthvað á móti öllum preflop raise-unum þínum á vitlausum stað eða æli til þín chippum með heimskulegu hetju calldowni. Um leið og þú tekur eftir því að fólk er farið að streitast á móti þá geturu annaðhvort a. Bluffað á fleirri stöðum eða b. foldað sumum af þessum suited spilum úr EP preflop. Það frábæra við raised potta er að þú þarft ekki showdown til að vinna. Og ef að þú hittir, þá er handar-styrkur þinn falinn. Fólk mun oftar calla þessu tíðu raise þín (lykilatriði: ÞEIR eru að calla og ÞÚ ert að raise-a. Þannig á það að vera) haldandi að þeir hafi implied odds til að stakka þig ef þeir hitta; að sjálfsögðu er þetta ekki satt, þar sem þú getur auðveldlega hent spilunum frá þér postflop – peningurinn fer bara inn með því besta, eða með góðu read-i geturu fengið þá til að folda betri hönd. Limp blæðir peningum. Afhverju að limpa 44 UTG og calla raise frá BTN, til þess eins að check/folda á J high floppi þegar þú hefðir auðveldlega getað unnið með því að raise-a preflop og svo c-betta?

Fyrir nokkrum dögum spilaði ég hönd þar sem ég hafði verið að raise-a frekar frjálslega og floata LAG 2+2 regular spilara. Ég fékk QQ á BTN, hann raise-aði, ég 3-bettaði. Hann callaði og c/raise-aði T high flop all-in með 88. Stakkur til mín. Þetta hefði auðvitað ekki gerst hefði ég verið að spila weak/tight/passive og limpað. Hann hefði checkað og foldað á flopi.
Ég efast um að þetta myndi gerast núna. Allir eru að 3-betta og 4-betta, enginn foldar 88 ef hann hefur eitthvað aggression í sér. En takið eftir því að þú ert líklegri til að stakka einhvern sem heldur á 88 ef þú ert aggressífur heldur en passífur.

Með því að raise-a preflop, ertu að búa þér til +EV stöður þar sem engar voru til fyrir. Bætið þessu við solid postflop spilamennsku og þér fer strax fram. Limp er bara að biðja góðan spilara að níðast á þér.

Einu skiptin sem ég mæli með limpi er þegar einhverskonar risa fiskur við borðið sem mun borga eins og hraðbanki þegar þú hittir. Annars, RAISE.

Svo er líka gaman að raise-a :-P
0 votes

Athugasemdir (0)


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir